Bibliubrúður verða til!!

Um síðustu helgi litu 12 "heimagerðar" biblíubrúður dagsins ljós. Á föstudagkvöldinu hófst brúðugerðanámskeið í í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í umsjá Reginu Þorsteinsson. Námskeiðið stóð yfir nánast alla helgina og er afraksturinn hreint frábær. Konur úr Kvenfélagi Akureyrarkirkju...

Um síðustu helgi litu 12 "heimagerðar" biblíubrúður dagsins ljós.
Á föstudagskvöldinu hófst brúðugerðanámskeið í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í umsjá Reginu Þorsteinsson. Námskeiðið stóð yfir alla helgina og er afraksturinn hreint frábær. Konur í Kvenfélagi Akureyrarkirkju, þær Viktoría Gestsdóttir, Hallfríður Alfreðsdóttir og Jóhanna Kristjánsdóttir tóku þátt ásamt Sólveigu Höllu. Hver þeirra bjó til tvær brúður sem verða notaðar í barna- og unglingastarfi kirkjunnar og við önnur tækifæri sem henta. Biblíubrúður eru spennandi leið til að auka myndræna túlkun á sögum Biblíunnar og upplifa boðskap hennar.

Þátttakendur gáfu vinnu sína á þessu námskeiði og þakkar starfsfólk barnastarfs kirkjunnar þeim kærlega fyrir framlag þeirra og samvinnu.