Kristjana og félagar á Sumartónleikum á sunnudaginn

Sunnudaginn 2. júli hefjast í tuttugasta sinn, Sumartónleikar í Akureyrarkirkju. Að þessu sinni eru eingöngu íslenskir flytjendur og er dagskráin fjölbreytt að vanda. Bæði eru það „gamalgrónir“ flytjendur og ennfremur ungt tónlistarfólk sem hefur nýlega hafið tónlistarferil sinn.

Síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni í sumar verða ennfremur þeir hundruðustu (100) og munu þá frumkvöðlarnir að tónleikahaldinu (árið 1987) flytja íslenska tónlist og kynna óútkomna geislaplötu sem er væntanleg síðar á þessu ári. Svo það verður margs að fagna að þessu sinni.

Að venju standa tónleikarnir í klukkustund án hlés og eins og alltaf er ókeypis aðgangur.

sjá nánar á;
www.akureyrarkirkja.is/sumartonleikar