Fastir liðir í sumar

Guðsþjónustur í sumar verða hvern sunnudag, til skiptis kl. 11 og 20:30.  Morgunsöngur er á þriðjudagsmorgnum kl. 9.  Kyrrðar- og fyrirbænastundir verða í hádeginu á fimmtudögum og hefjast með orgelspili kl. 12.  Þá er prestur Kvöldkirkjunnar til viðtals alla virka daga frá kl. 17 til 22.  Bænastundir Kvöldkirkjunnar eru sérstaklega auglýstar á kirkjudyrum og í Dagskránni.  Á föstudögum er Kvöldkirkjan starfrækt til kl. 23:30 og kl. 22 sama kvöld er bænastund þar sem altarissakramentið er haft um hönd.  Tökum virkan þátt í helgihaldinu í sumar - allir velkomnir!