Sjómannamessa sunnudaginn 11. júní

Á sjómannadaginn, 11. júní, kl. 11 verður árleg sjómannamessa.  Kvennakór Akureyrar leiðir sönginn við undirleik Arnórs B. Vilbergssonar organista.  Sjómenn lesa ritningarlestra og látinna sjómanna verður sérstaklega minnst í messunni.  Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Allir velkomnir.