Fermingarfræðsla

Þessa dagana eru ungmenni úr Brekkuskóla, Lundarskóla og Oddeyrarskóla að hefja fermingarfræðsluna með ferð í Fermingarskóla á Vestmannsvatni.
Þetta er í þriðja sinn sem fermingarbörnin eru boðuð að Vestmannsvatni, en reynsla okkar af þessum samverum þar er ákaflega góð.
Í september fá svo foreldrar/forráðamenn fermingarbarna sent bréf þar sem boðað er til fundar varðandi skipulag fermingarundirbúningsins, og meðfylgjandi er skráningarblað sem þarf að fylla út og skila inn á fundinum.
Á skráningarblaðinu koma fram helstu upplýsingar um fermingarbarnið og þar er einnig hægt að velja fermingardaginn, en þeir eru sem hér segir: Laugardagurinn 4. apríl, pálmasunnudagur 5. apríl, laugardagurinn 30. maí og hvítasunnudagur 31. maí.
Að óviðráðanlegum orsökum verður ekki hægt að bjóða upp á laugardaginn 25. apríl eins og áður hefur verið auglýst, en nánari upplýsingar um fimmta fermingardaginn sem boðið verður uppá, verða settar hér inn á heimsíðuna um leið og þær skýrast.
Einnig er hægt að finna upplýsingar um fermingarstarfið með því að smella á "safnaðarstarf" hér að ofan.