Tónleikar kl. 20.00

Gísli og Margrét  í suðrænni sveiflu
Gísli og Margrét í suðrænni sveiflu

Næstkomandi föstudagskvöld verða haldnir tónleikar í Akureyrarkirkju þar sem fram koma þau Margrét Brynjarsdóttir og Gísli Jóhann Grétarsson, en þau eru búsett í Svíþjóð um þessar mundir þar sem þau stunda nám í tónlist.
Þema kvöldsins er spænskt og munu ljúfir suðrænir tónar óma um kirkjuna.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og er aðgangur ókeypis, allir velkomnir.