Messa með portúgalskri og brasilískri tónlist í Akureyrarkirkju kl. 11.00

Í messunni mun portúgölsk tónlist hljóma. Sr. Svavar Alfreð Jónsson messar. Birkir Blær Óðinsson flytur Amar pelos Dois, Eurovisionlag Portúgala í ár. Elvý G. Hreinsdóttir syngur Heimalandið,(Ó Gente da Minha Terra), portúgalskt Fado við íslenskan texta Hannesar Sigurðssonar. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja portúgalskan messusöng. Eyþór Ingi Jónsson spilar portúgalska orgeltónlist.