Fermingar vorsins 2018

Mánudaginn 22. maí nk. kl. 20.00 verður haldinn fundur fyrir fermingarbörn vorsins 2018 (árg. 2004) og foreldra/forráðamenn þeirra í Akureyrarkirkju. Á fundinum verður farið yfir starf vetrarins 2017-2018, en starfið hefst með fermingarferð að Vestmannsvatni, fermingardagarnir tilkynntir og tekið við skráningu í fermingarfræðsluna (skráningarblöð afhent á staðnum).

Sjáumst í kirkjunni, kveðja Svavar Alfreð og Hildur Eir.