Guðsþjónusta og kvöldmessa með taize

Fyrsta sunnudag eftir páska, 15. apríl, verður guðsþjónusta kl. 11.  Félagar úr Kór Akureyrarkirkju leiða söng.  Prestur er sr. Guðmundur Guðmundsson og organisti Eyþór Ingi Jónsson.  Sunnudagaskóli á sama tíma.  Súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir.  Kvöldmessa með taizesöngvum kl. 20:30.  Stúlknakór Akureyrarkirkju.  Stjórnandi:  Eyþór Ingi Jónsson.  Flutt verður samtalsprédikun.  Prestur:  Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson.  Allir velkomnir!