Kirkjulistavika 2007

Dagana 28. apríl- 6. maí næstkomandi verður Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju.  Þetta er í 10.  skipti sem Akureyrarkirkja og Listvinafélag Akureyrarkirkju standa að Kirkjulistaviku, en hátíðin hefur verið  haldin annað hvert ár frá árinu 1989.  Helstu markmið Kirkjulistaviku hafa frá upphafi verið að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa Akureyringum kost á að njóta góðra lista í kirkjunni.

Dagskrá Kirkjulistavikunnar verður fjölbreytt að vanda og hefst hátíðin 28. apríl kl. 15:00 með opnun sýningar í Ketilhúsinu.  Í tilefni af 10. Kirkjulistaviku var þeim listamönnum sem sýnt hafa á Kirkjulistaviku frá upphafi boðið að taka þátt í samsýningu og verða í Ketilhúsinu sýnd verk eftir 15 listamenn.  Sýningin sem er í samstarfi við Menningarmiðstöðina Listagili stendur til 13. maí.
Í kapellu Akureyrarkirkju verður sýningin Altarisdúkar í kirkjum Eyjafjarðarprófastsdæmis opnuð sunnudaginn 29. apríl kl. 16:00, en sú sýning er á vegum Minjasafnsins á Akureyri.

Dagana 28. apríl- 6. maí næstkomandi verður Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju.  Þetta er í 10.  skipti sem Akureyrarkirkja og Listvinafélag Akureyrarkirkju standa að Kirkjulistaviku, en hátíðin hefur verið  haldin annað hvert ár frá árinu 1989.  Helstu markmið Kirkjulistaviku hafa frá upphafi verið að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa Akureyringum kost á að njóta góðra lista í kirkjunni.

Dagskrá Kirkjulistavikunnar verður fjölbreytt að vanda og hefst hátíðin 28. apríl kl. 15:00 með opnun sýningar í Ketilhúsinu.  Í tilefni af 10. Kirkjulistaviku var þeim listamönnum sem sýnt hafa á Kirkjulistaviku frá upphafi boðið að taka þátt í samsýningu og verða í Ketilhúsinu sýnd verk eftir 15 listamenn.  Sýningin sem er í samstarfi við Menningarmiðstöðina Listagili stendur til 13. maí.
Í kapellu Akureyrarkirkju verður sýningin Altarisdúkar í kirkjum Eyjafjarðsrprófastsdæmis opnuð sunnudaginn 29. apríl kl. 16:00, en sú sýning er á vegum Minjasafnsins á Akureyri.

Þann 6. maí kl. 16:00 eru hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands með þátttöku Kórs Akureyrarkirkju og Kammerkórs Norðurlands. Á efnisskrá tónleikanna er Rómeó og Júlia, fantasíuforleikur eftir P.I. Tjækofskí, Orgelkonsert eftir F.A. Guilmant og Te Deum eftir A. Dvorak.  Einleikari á tónleikunum er Björn Steinar Sólbergsson og einsöngvarar Hanna Dóra Sturludóttir og Ágúst Ólafsson.  Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Helgihald verður verður einnig afar fjölbreytt þessa þessa viku.  Á sunnudeginum 29. apríl kl. 11:00 verður fjölskylduguðsþjónustu í Akureyrarkirkju, lokahátíð barnastarfsins og taka börnin virkan þátt með leik og söng.  Guðsþjónusta að 19. aldar sið verður í Minjasafnskirkjunni kl. 14:00 og um kvöldið kl. 20:30 verður æðruleysismessa í Akureyrarkirkju.
Morgunsöngur verður á miðvikudagsmorgni, kyrrðarstund í hádegi á fimmtudegi, og aftansöngur kl. 18:00 á föstudegi.  Hátíðarguðsþjónusta er síðan sunnudaginn 6. maí kl. 11:00. 
Mömmumorgunn og „opið hús” fyrir eldri borgara verða einnig á sínum stað í vikunni, en í stað samveru í safnaðarheimilinu 3. maí fara eldri borgarar í árlega vorferð sína og liggur leiðin að Laufási að þessu sinni.

Fimmtudagskvöldið 3. maí verða umræður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þar sem bróðir Davíð Tencer, kapúsínamunkur á Kollaleiru, fjallar um klausturlíf og heilagan Frans.

Samstarfsaðilar Akureyrarkirkju og Listvinafélagsins að þessu sinni eru: Kór Akureyrarkirkju, Hymnodia-Kammerkór Akureyrarkirkju, Barnakórar Akureyrarkirkju,  Stúlknakór Akureyrarkirkju,  Kammerkór Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Minjasafnið á Akureyri, Menningarmiðstöðin Listagili og fjölmargir einstaklingar