Fjölbreytt helgihald um jólin

Helgihaldið í Akureyrarsókn verður að venju fjölbreytt um jólin. Aftansöngur jóla verður í Akureyrarkirkju klukkan 18 á aðfangadagskvöld og síðar um kvöldið, klukkan 23.30, verður miðnæturmessa. Hátíðarmessa er í Akureyrarkirkju klukkan 14 á jóladag og á Fjórðungssjúkrahúsinu klukkan 16. Annan dag jóla verður fjölskyldu- og skírnarguðsþjónusta klukkan 11 í Akureyrarkirkju og svo hátíðarguðsþjónusta í Minjasafnskirkjunni klukkan 17.<P>Á aðfangadagskvöld klukkan 18 verður aftansöngur jóla í Akureyrarkirkju. Prestur er sr. Óskar H. Óskarsson. Kór Akureyrarkirkju syngur og stjórnandinn, Björn Steinar Sólbergsson, leikur á orgel kirkjunnar frá klukkan 17.30. Síðar um kvöldið, klukkan 23.30, verður síðan miðnæturmessa þar sem sr. Svavar A. Jónsson og Valgerður Valgarðsdóttir djákni þjóna. Hymnodia - Kammerkór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar.</P> <P>Hátíðarmessa verður í Akureyrarkirkju klukkan 14 á jóladag. Sr. Óskar H. Óskarsson þjónar og Kór Akureyrarkirkju syngur, einsöngvari er Björg Þórhallsdóttir sópran. Á orgelið leikur Björn Steinar Sólbergsson. Klukkan 16 er svo messa á Fjórðungssjúkrahúsinu, prestur er sr. Óskar H. Óskarsson.</P> <P>Á annan í jólum er fjölskyldu- og skírnarguðsþjónusta klukkan 11. Prestur er sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Barnakór og Stúlknakór Akureyrarkirkju syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar og fluttur verður helgileikurinn "Fæðing Frelsarans" eftir Hauk Ágústsson. Að messu lokinni verður gengið kringum jólatréð í Safnaðarheimilinu. Klukkan 17 verður svo hátíðarguðsþjónusta í Minjasafnskirkjunni. Sr. Svavar A. Jónsson þjónar og félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.</P>