Aðventuhátíð barnanna 18. desember

Á sunnudaginn klukkan 11 verður aðventuhátíð barnanna haldin í Akureyrarkirkju. Þar syngur Barnakór Lundarskóla og börn úr kirkjustarfi flytja helgileik. Búast má við að söngur skipi stóran sess á hátíðinni. Á orgelið leikur Petra Björk Pálsdóttir en umsjónarmenn hátíðarinnar eru sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir og Arnbjörg Jónsdóttir.