Fréttir

Nýtt Safnaðarblað komið út

1.tölublað Safnaðarblaðs Akureyrarkirkju 2003 er komið út.Blaðið má nálgast hér á vefnum með því að smella á "Safnaðarblað Akureyrarkirkju" hér til vinstri.Næsta Safnaðarblað er væntanlegt í maíbyrjun og verður helgað Kirkjulistaviku 2003.

Aðalsafnaðarfundur 4. maí

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarkirkju verður haldinn í Safnaðarheimilinu strax að lokinni guðsþjónustu sunnudaginn 4.maí 2003.Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Upprisuhátíð í Akureyrarkirkju

Upprisuhátíð verður nú haldin í þriðja skiptið í Akureyrarkirkju á páskadag.Hefst hún með hátíðarmessu í kirkjunni kl.8:00.Eftir messu verður boðið upp á kaffiveitingar í Safnaðarheimili.

Biblíulestrar í mars og apríl

Biblíulestrar hófust á ný í Akureyrarkirkju 26.mars sl.og verða fjórir talsins, á miðvikudögum kl.17.15.Umsjónarmaður er sr.Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur.Lestrarnir eru í formi hugleiðinga um píslarsögumyndir, en píslarsagan hefur verið túlkuð með ýmsum hætti í myndlist í aldanna rás.

Vikulegar kyrrðar- og fyrirbænastundir

Kyrrðar- og fyrirbænastundir fara fram í hádeginu á fimmtudögum í kirkjunni eða kapellunni.Stundin hefst með orgelleik kl.12 og henni lýkur um kl.12.30.Fyrirbænaefni eru skráð í sérstak bók og má koma þeim til presta.

Afgreiðslutími Safnaðarheimilis og viðtalstími presta

Safnaðarheimili Akureyrarkirkju er opið alla virka daga frá klukkan 9-12.Viðtalstími sr.Svavars A.Jónssonar er frá kl.11-12 alla virka daga nema mánudaga.Viðtalstími sr.Jónu Lísu Þorsteinsdóttur er frá kl.

Barna- og unglingastarfið

Í Akureyrarkirkju er rekið fjölbreytt barna- og unglingastarf á veturna.Sunnudagaskólinn er klukkan 11 og á mánudögum kl.16 hittast Kirkjusprellararnir, sem eru 6-9 ára.Tíu til tólf ára börn, TTT-hópurinn, hittast vikulega á mánudögum klukkan 17.

Fjör og fræðsla á Mömmumorgnum

Mömmumorgnar hafa áunnið sér fastan sess í vetrarstarfi Akureyrarkirkju.Mæður (og feður, því að þrátt fyrir heitið eru allir pabbar velkomnir) hittast í Safnaðarheimilinu alla miðvikudagsmorgna klukkan 10, fá sér kaffisopa og spjalla, en börnin fá safa og gnægð leikfanga til að fást við.