Biblíulestrar í mars og apríl

Biblíulestrar hófust á ný í Akureyrarkirkju 26. mars sl. og verða fjórir talsins, á miðvikudögum kl. 17.15. Umsjónarmaður er sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur. Lestrarnir eru í formi hugleiðinga um píslarsögumyndir, en píslarsagan hefur verið túlkuð með ýmsum hætti í myndlist í aldanna rás.Biblíulestrar hófust á ný í Akureyrarkirkju 26. mars sl. og verða fjórir talsins, á miðvikudögum kl. 17.15. Umsjónarmaður er sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur. Lestrarnir eru í formi hugleiðinga um píslarsögumyndir, en píslarsagan hefur verið túlkuð með ýmsum hætti í myndlist í aldanna rás.<br><br>Píslarsögumyndir úr kirkjum á Norðuausturlandi fá sérstaka athygli. Helgasta frásaga kristninnar er hér íhuguð til að gefa fólki tækifæri til að búa isg undir páskahátíðina og auðga trúarlífið. Í lok hverrar samveru er helgistund. Upplýsingar má fá í Akureyrarkirkju eða hjá sr. Guðmundi Guðmundssyni, s. 4627700, netfang gg@ismennt.is. Sjá einnig vefslóðina: www.ismennt.is/not/gg/Publish09/