Fjör og fræðsla á Mömmumorgnum

Mömmumorgnar hafa áunnið sér fastan sess í vetrarstarfi Akureyrarkirkju. Mæður (og feður, því að þrátt fyrir heitið eru allir pabbar velkomnir) hittast í Safnaðarheimilinu alla miðvikudagsmorgna klukkan 10, fá sér kaffisopa og spjalla, en börnin fá safa og gnægð leikfanga til að fást við. Mömmumorgnar hafa áunnið sér fastan sess í vetrarstarfi Akureyrarkirkju. Mæður (og feður, því að þrátt fyrir heitið eru allir pabbar velkomnir) hittast í Safnaðarheimilinu alla miðvikudagsmorgna klukkan 10, fá sér kaffisopa og spjalla, en börnin fá safa og gnægð leikfanga til að fást við. <br><br>Annað veifið fá mömmurnar til sín fyrirlesara eða brydda upp á nýjungum í starfinu. Miðvikudaginn 29. janúar kom t.d. í heimsókn hárgreiðslumeistari frá Zone, sem sýndi léttar, skemmtilegar og fljótlegar uppsetningar á hári. Foreldrar eru hvattir til að koma með börn sín og eiga skemmtilegar stundir í Safnaðarheimilinu á miðvikudagsmorgnum.