Fréttir

Sunnudagur 11. desember, þriðji sunnudagur í aðventu

Aðventuhátíð barnanna í Akureyrarkirkju kl.11.00.Barnakór Akureyrarkirkju og Kór Lundarskóli syngja.Perla María Karlsdóttir leikur á flautu.Umsjón sr.Hildur Eir, Sunna Dóra, Hjalti, Sigrún Magna og Sigga Hulda.

Opið hús hjá Samhygð

Opið hús hjá Samhygð, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, í Safnaðarheimilinu kl.20.00.Sr.Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, með erindið " Hátíð fer að höndum ein".

Sunnudagurinn 4. desember, annar sunnudagur í aðventu

Messa í Akureyrarkirkju kl.11.00.Prestur er sr.Svavar Alfreð Jónsson.Félagar úr messuhópi aðstoða.Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja.Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.