Söfnun fyrir línuhraðli á Landspítalanum

Síðasta sunnudag var súpusala í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.
Sr. Svavar Alfreð Jónsson eldaði og seldi fiskisúpu sína sem vann fyrstu verðlaun á matarsýningunni Matur-inn fyrr í mánuðinum. Öll innkoman, um 120.000 krónur, rennur óskipt í söfnun Þjóðkirkjunnar fyrir línuhraðli á Landspítalanum.
Við þökkum þeim sem komu og fengu sér súpu með okkur, hjálparkokkunum öllum og fyrirtækjunum sem gáfu allt hráefnið til súpugerðarinnar.

Fyrirtækin eru Hnýfill, Samherji, Mjólkursamlagið, Samkaup-Úrval Hrísalundi og Brauðgerð Kristjáns.

Við minnum á að söfnunin stendur enn. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikning 0301-26-050082, kt. 460169-6909. Einnig er hægt að hringja í söfnunarsíma:

§  904-1000 til að gefa 1000 krónur
§  904-3000 til að gefa 3000 krónur
§  904-5000 til að gefa 5000 krónur

Hér má síðan finna uppskriftina góðu: Sigursúpa séra Svavars.