Vortónleikar Kórs Akureyrarkirkju

Vortónleikar Kórs Akureyrarkirkju í Akureyrarkirkju, sunnudaginn       20. maí kl. 17.00. Flutt verða íslensk þjóðlög í útsetningu eldri og yngri tónskálda, íslensk kórtónlist frá ýmsum tímun auk tveggja rússneskra verka. Sömu efnisskrá mun kórinn flytja á tónleikum í St. Pétursborg og í Helskinki í júní nk. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Hjalti Jónsson og Elvý G. Hreinsdóttir. Lára Sóley Jóhannsdóttir leikur á fiðlu og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir á orgel. Stjórnandi er Eyþór Ingi Jónsson.

Miðasala er við innganginn og er miðaverð kr. 2000, frítt fyrir 16 ára og yngri. ATH! ekki er tekið við greiðslukortum.