Vortónleikar Kórs Akureyrarkirkju

Kór Akureyrarkirkju mun halda tónleika í Akureyrarkirkju sunnudaginn 18. maí 2008 kl. 17.00. Flutt verða verk eftir Antonio Vivaldi, Wolfgang Amadeus Mozart, Hauk Ágústsson, Inga T. Lárusson, Sigfús Einarsson, Pál Ísólfsson, Stephen Paulus ásamt Messe G-dur eftir Franz Schubert.
Einsöngvarar úr röðum kórfélaga eru þau Bryngeir Kristinsson, tenor, Haraldur Hauksson, bassi og Kolbrún Inga Jónsdóttir, sópran.
Stjórnandi kórsins er Eyþór Ingi Jónsson og píanóleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir.
Miðaverð á tónleikana er kr. 1.500,- og skal athygli vakin á því að ekki er hægt að borga með greiðslukorti.