Vorferð sunnudagaskólans

Það var líf og fjör í sunnudagaskólanum í Svalbarðskirkju á pálmasunnudegi. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju heimsótti sunnudagaskólann í Svalbarðskirkju og fengum við afskaplega góðar móttökur.  Páskasagan var sögð um upprisu Jesú, sigur lífsins. Rebbi, Engilráð og Gulla létu sjá sig og Engilráð verpti gulleggjum, sem börnin leituðu að og fundu.  Sunna Dóra og Hjalti Jónsson, sunnudagaskólakennarar í Akureyrarkirkju stýrðu lifandi söng og sr. Bolli Pétur sagði sögu.  Gleðin var við völd.  Það væri gaman að heimsækja sunnudagaskólann Svalbarðskirkju aftur í framtíðinni og aldrei að vita nema sunnudagaskólinn þar heimsæki Akureyrarkirkju.  Áfram sunnudagaskólinn!!