Vorferð sunnudagaskólans

Sunnudaginn 17. apríl heimsækir sunnudagaskólinn í Akureyrarkirkju Svalbarðskirkju á Svalbarðseyri. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Laufási, tekur á móti okkur með páskastemningu og börnin fá páskaglaðning að stund lokinni. Boðið verður upp á rútuferð fram og til baka og verður farið frá Brekkuskóla kl. 10.40 (athugið breyttan brottfararstað).
Stundin verður í umsjón sr. Bolla Péturs Bollasonar, Sunnu Dóru Möller og Hjalta Jónssonar. Verið öll hjartanlega velkomin.