Vorferð eldri borgara

Vetrarstarfi eldri borgara lýkur með vorferð fimmtudaginn 4. maí nk. Farið verður í rútu til Ólafsfjarðar og byrjað á að skoða kirkjuna þar undir leiðsögn sóknarprests staðarins, sr. Sigríðar Mundu Jónsdóttur. Síðan verður haldið til kaffisamsætis. Lagt verður af stað frá Akureyrarkirkju kl. 14 og áætluð heimkoma er kl. 18.