Adrenalínhópur Akureyrarkirkju fór í vorferðina sína mánudaginn 18. apríl. Það var góður hópur af ungmennum sem
lagði upp frá Akureyrarkirkju á vit ævintýranna í Höfðahverfi. Byrjað var á að fara á Kaldbak með Kaldbaksferðum og
komumst við alla leið á toppinn þar sem hópurinn kvittaði í gestabók og renndi sér síðan niður fjallið á
snjóþotum og brettum. Þegar niður var komið var haldið að Grýtubakka II þar sem Pólarhestar eru til húsa og þar gat hópurinn
valið á milli þess að fara í stuttan reiðtúr eða að láta teyma sig um hlaðið. Eftir reiðtúrinn var haldið heim í
Akureyrarkirkju, þar sem pizzur voru borðaðar, horft á bíó og gætt sér á nammi. Gist var í kirkjunni um nóttina. Þessi
ferð var í alla staði vel heppnuð og það voru glaðir og ánægðir krakkar sem fóru heim eftir vel heppnaða vorferð. Við færum
Bjössa í Réttarholti okkar bestu þakkir fyrir vel heppnaða ferð á Kaldbak og hjónin á Grýtubakka II fá einnig okkar bestu
þakkir fyrir rausnarlegar mótttökur hjá Pólahestum.