Vinir styðja vin

Þann 8. maí næstkomandi verða haldnir styrktartónleikar í Akureyrarkirkju. Skipulagning er í höndum Bjarna Hafþórs Helgasonar, Óskars Péturssonar og félaga sem vilja með tónleikunum styrkja vin sinn Hall Heimisson sem greindist með æxli í heila og er nú í lyfjameðferð.

Allur ágóði tónleikanna mun renna óskiptur til fjölskyldunnar. Auk þess hefur hópurinn opnað söfnunarreikning í nafni Sigríðar Benjamínsdóttur, eiginkonu Halls. Það munar um allt og það er hugurinn sem skiptir mestu.

Hljómsveit valinkunnra listamanna mun leika á styrktartónleikunum og landskunnir tónlistarmenn á borð við Pálma Gunnarsson, Jónas Sig., Eyþór Inga Jónsson og Elvý Hreinsdóttur, Hjalta Jónsson og Láru Sóley Jóhannsdóttur og Óskar Pétursson auk kammerkórsins Hymnodiu.

Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og verða miðar seldir við innganginn. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 2000 eða eftir vilja hvers og eins.
Fólk er beðið um að athuga að 
 ekki verður posi á staðnum.

Leggja má frjáls framlög á reikning í Íslandsbanka nr. 565-14-403903 og kennitala 050961-3469.