Vinasöfnuður Akureyrarkirkju í Keníu

Vinasöfnuður Akureyrarkirkju heitir Kapkoris.  Kapkoris er í Pokot héraði vestast í Keníu, skammt frá landamærum Uganda. Í þessari sókn eru sjö eða átta söfnuðir.  Kristið starf er þarna í hröðum vexti og nýir söfnuðir vaxa fram. Akureyrarsöfnuður hefur  styrkt þessa söfnuði, mest söfnuðinn í Kamito en þar er kirkjubyggingin nánast fullkláruð, það á eftir að pússa hálft kirkjugólfið og ganga frá endagafli kirkjunnar. Það eru þrír aðrir söfnuðir að byggja kirkjur í Kapkorissókninni. Söfnuðirnir hafa sjálfir verið duglegir að fjármagna kirkjubyggingarnar en það vantar aðeins herslumunin til þess að þeir geti klárað byggingarnar. Það eru ákveðin þolmörk hversu mikið hægt er að leggja  á safnaðarfólkið í fjáröflun. Það er því sárt að horfa upp á kirkjur þar sem aðeins vantar herslumuninn til að geta klárað bygginguna. Allir söfnuðirnir í Kapkoris eru lifandi og mjög aktífir og góð kirkjusókn. Þeir eru misstórir. Það eru frá 50 til 200-300 manns sem tilheyra hverjum söfnuði. Nýjasti söfnuðurinn er í Embo Asis. Þar hefur söfnuðurinn verið að byggja framhaldsskóla undanfarin ár og hafa beðið Kristniboðssambandið (SIK) um stuðning. SIK hefur stutt söfnuðinn smávegis með framlagi til skólabygginga og hefur SIK einnig leitað til utanríkisráðuneytisins um stuðning en fengið synjun þrisvar sinnum, en núna í haust var samþykktur stuðningur til að byggja tvær heimavistir í Embo Asis. SÍK verðu þá að leggja til 20% og heimamenn 20 % af byggingakostnaðinum. Það eru um 200 nemendur í skólanum. Einnig er mikil þörf fyrir fjárhagslegan stuðning til náms við fátæka nemendur því skólagjöld er fátækum fjölskyldum erfið. Í messum í vetur verður tekið við samskotum til styrktar vinum okkar í Kapkoris.
Einnig má leggja styrktarframlög inn á sérstakan söfnunarreikning, númer 0302-13-300530, kt. 410169-6149.