Vinaheimsókn frá Bochum

Þessa dagana stendur yfir vinaheimsókn frá Bochum í Þýskalandi, 22 ungmenni eru hér í heimsókn hjá Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju, ásamt presti sínum sr. Ortwin Pfläging.
Yfirskrift heimsóknarinnar er Auðlindir náttúrunnar, nýting þeirra og ábyrgð manneskjunnar.
Heimsóknin stendur yfir til sunnudagsins 29. júní og verða gestirnir kvaddir í guðsþjónustu kl. 11.00, þar sem sr. Ortwin Pfläging ávarpar söfnuðinn og Anneke Pfläging spilar á píanó. Og hvetjum við alla til að koma í kirkjuna og eiga notalega stund saman.