Viltu hafa áhrif á kirkjuna þína ?

Akureyrarsókn óskar eftir fólki til setu í kjörnefnd. 
Réttur til setu er lögheimili í sókninni. 
Kjörnefnd kemur að prestkosningum, biskups og vígslubiskupskjöri.  

Hverri sókn ber að kjósa fulltrúa í kjörnefnd. Kjörnefnd prestakalls er kosin á aðalsafnaðarfundi og er til fjögurra ára í senn. Nefndin er skipuð 11 fulltrúum að lágmarki og jafn mörgum til vara. Forfallist kjörnefndarmaður skal varafulltrúi sömu sóknar taka sæti hans í kjörnefndinni. Varafulltrúar taka sæti samkvæmt þeirri röð sem þeir voru kosnir. Ef fjöldi sóknarbarna í prestakalli 16 ára og eldri, miðað við 1. desember næstliðinn er meiri en tvö þúsund skal bæta við tveimur fulltrúum í kjörnefndina fyrir hvert byrjað þúsund umfram tvö þúsund. Hver kjörnefndarmaður fer með eitt atkvæði. Fulltrúar Akureyrasóknar skulu vera 23 aðalmenn og 11 til vara.  

Áhugasamir hafi sambandi við Gyðu ritara kirkjunnar í síma 462-7700 eða á netfangið gyda@akirkja.is