Vígsluafmæli Akureyrarkirkju. Hátíðarmessa, kaffisala og basar.

Akureyrarkirkja á 62 ára vígsluafmæli næstkomandi sunnudag, 17. nóvember. Þá verður mikið um dýrðir í kirkjunni og Safnaðarheimilinu. Akureyrarkirkja á 62 ára vígsluafmæli næstkomandi sunnudag, 17. nóvember. Þá verður mikið um dýrðir í kirkjunni og Safnaðarheimilinu. <br><br>Sunnudagaskólinn verður kl. 11 í kirkjunni í umsjón sr. Svavars og Ingunnar Bjarkar. Hátíðarmessa verður kl. 14. Sr. Svavar A. Jónsson og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir messa. Ingunn Björk Jónsdóttir, djákni og Valgerður Valgarðsdóttir, djákni, aðstoða við messugjörð. Kór Akureyrarkirkju syngur og Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng. Hjálmar Sigurbjörnsson og Vilhjálmur Sigurðsson leika á trompeta. Organisti verður Björn Steinar Sólbergsson. <br>Kvenfélag kirkjunnar verður með sinn árlega fjáröflunardag að lokinni hátíðarmessunni. Þar verður í boði glæsilegt kaffihlaðborð og kökubasar að ógleymdum lukkupökkunum vinsælu. <br>