Vígsla kapellu Sjúkrahússins á Akureyri

Föstudaginn 14. desember kl. 10.30 mun sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup Hólastiftis vígja kapellu Sjúkrahússins á Akureyri. Athöfnin er öllum opin.  Að henni lokinni gefst kostur á að skoða kapelluna, muni hennar og aðstöðu trúarlegrar þjónustu.  Kapellan er síðan öllum opin og ætluð sem athvarf þeim sem vilja draga sig í hlé frá erli dagsins, biðja fyrir sér og/eða sínum eða njóta kyrrðar.  Arkitekt kapellunnar er Fanney Hauksdóttir en listafólk og hagleikssmiðir hér í bæ aðstoðuðu við hönnun og önnuðust gerð muna og búnaðar.  Allur búnaður kapellunnar er gefinn og munar þar mest um gjöf Oddfellowstúkunnar nr. 2, Auður á Akureyri.