Vetrarstarf Akureyrarkirkju

Vetrarstarf Akureyrarkirkju er smátt og smátt að hefjast þó formlegt upp vetrarstarfsins sé ekki fyrr en sunnudaginn 14. september nk.

Fyrsti foreldramorgunn vetrarins er miðvikudaginn 3. september frá kl. 10.00-12.00 og hittast foreldrarnir í Safnaðarheimilinu. Umsjón með foreldramorgnum er Ásrún Ýr Gestsdóttir.

Næstkomandi fimmtudag 4. september eru fyrstu kóræfingar hjá barna- og Stúlknakórnum. Yngri barnakórinn (2.-4. bekkur) æfir frá kl. 15.00-16.00, eldri barnakórinn frá kl. 16.00-17.00 og Stúlknakórinn frá kl. 17.30-19.00. Stjórnandi kóranna er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Nánari upplýsingar og skráning er á netfangið sigrun@akirkja.is eða í síma 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga. 

Miðvikudaginn 10. september hefst svo barna- og æskulýðsstarfið í Safnaðarheimilinu. Kirkjukrakkar (6-9 ára) koma saman kl. 15.00-16.00, TTT starfið (10-12 ára) kl. 17.00-18.00 og ÆFAK - Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju kl. 20.00-21.30. Umsjón með barna- og æskulýðsstarfinu hefur sr. Sunna Dóra Möller ásamt ungleiðtogum.

Fermingarfræslan verður á þriðjudögum í vetur. Þá koma fermingarhóparnir í Safnaðarheimilið kl. 15.15-17.00. Fyrsti hópurinn (Brekkuskóli) kemur 16. september, svo hópur tvö (Lundarskóli) 23. september og á þriðji hópurinn (Oddeyrar- og Naustaskóli) kemur 30. september. Foreldrar/forráðamenn fá nánari upplýsingar um fermingarfræðslustundirar sendar í tölvupósti á næstu dögum. Einnig viljum við minna á skráningu í fermingarfræðsluna sem stendur yfir þessa dagana. Skráningarblað má nálgast hér.