Vel heppnuð fjölskyldusamvera

Síðastliðinn sunnudagsmorgunn áttum við góða stund saman í kirkjunni. Yngri barnakórinn söng fyrir kirkjugesti og þar sem rúmlega helmingur kórfélaga er nýr í kórnum fá þau sérstakt hrós fyrir frammistöðuna. Í Safnaðarheimilinu tóku svo við skapandi verkefnastöðvar fyrir alla og sameiginlegur hádegisverður í formi Pálínuboðs. Foreldrar barnanna í kórnum komu með veitingar og úr varð glæsilegt hlaðborð og notaleg samverustund.