Vegleg gjöf til Akureyrarkirkju

Föstudaginn 27. ágúst tóku hjónin Jens Sandholt og Elín Lára Edvardsdóttir fyrstu skóflustunguna að byggingum sem rísa munu milli Drottningarbrautar og Hafnarstrætis. Þar verða 65 íbúðir auk verslunar- og þjónusturýmis. Reiknað er með að framkvæmdum verði lokið eftir rúmlega þrjú ár en þær verða á vegum fyrirtækis þeirra hjóna, JE Skjanna. 

Í tilefni af þessum tímamótum færðu Jens og Elín Lára Akureyrarkirkju veglega peningagjöf til minningar um foreldra sína, annars vegar þau Óskar Jörgen Sandholt og Þórdísi Jónsdóttur Sandholt og hins vegar  Edvard Frímannsson og Ástu Láru Jónsdóttur. 

Kirkjan þakkar þessa höfðinglegu gjöf. Hún verður notuð til að fegra umhverfi kirkjunnar eftir umfangsmiklar viðgerðir síðustu ára.