Vaxandi messusókn

Messusókn árið 2006 jókst verulega miðað við árið á undan.  Þetta kemur fram í samantekt úr dagbók kirkjuvarða í Akureyrarkirkju.  Fleiri komu í hinar hefðbundnu ellefu messur á síðasta ári en árið þar á undan.  Kirkjugestum við skírnarguðsþjónustur og við útfarir fjölgaði einnig talsvert á milli áranna 2005 og 2006.  Tæplega þrjátíuþúsund manns voru viðstaddir ýmis konar athafnir í Akureyrarkirkju á árinu 2006.  Samkvæmt upplýsingum frá kirkjuverði er fjöldi ferðamanna sem lagði leið sína í kirkjuna á síðasta ári varlega áætlaður í kringum fjörtíuþúsund.  Séu gestir Safnaðarheimilisins meðtaldir má reikna með að hundraðþúsund manns hafi haft viðkomu í Akureyrarkirkju allt árið 2006.