Jóla - útgáfutónleikar Hymnodiu

Jóla - útgáfutónleikar Hymnodiu verða haldnir í Akureyrarkirkju laugardaginn 21. desember
kl. 21.00.
Út er komin langþráð jólaplata Hymnodiu. Nýrri íslenskri jólatónlist í bland við tónlist fyrri alda vafið saman í eina samfellda spunaheild eða eins og stendur á plötuumslaginu: "Þjóðlegur andi helst í hendur við sígildar hefðir, nútímalega sköpun og framsækna uppátekt og tilraunamennsku".
Flytjendur ásamt Hymnodiu eru Eyþór Ingi Jónsson á harmóníum, Lára Sóley Jóhannsdóttir á fiðlu og Emil Þorri Emilsson á slagverk.