Upphaf vetrarstarfs

Síðastliðinn sunnudag hófst vetrarstarf kirkjunnar með fjölskylduguðsþjónustu í Akureyrarkirkju, þar sungu meðal annars félagar úr Kór Akureyrarkirkju og yngri barnakór kirkjunnar, einnig kom hann Lubbi í heimsókn og ræddi við börnin. 
Eftir guðsþjónustuna var svo boðið upp á léttar veitingar í Safnaðarheimili kirkjunnar þar sem vetrarstarfið var kynnt og tekið var við skráningu fermingarbarna, en þess má geta að góð þátttaka var meðal fermingarbarna og foreldra þeirra. Hægt er að skoða myndir frá sunnudeginum hér.
Vonandi sjáum við sem flesta í vetur, kveðja frá starfsfólki kirkjunnar.