Upphaf 14. Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju

Sunnudagur 19. apríl
Kl. 11.00: Davíðsmessa, ljóð og trúarboðskapur Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og setning Kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju. Prestar eru sr. Hildur Eir Bolladóttir og sr. Svavar Alfreð Jónsson. Sr. Karl Sigurbjörnsson fyrrum biskup Íslands prédikar. Tónlist: Kór Akureyrarkirkju, Elvý G. HreinsdóttirBirkir Blær ÓðinssonSigrún Magna Þórsteinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson.

Kl. 11.00: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu.
Sr. Sunna Dóra Möller og Hjalti Jónsson segja sögur, spila á gítar og syngja með krökkunum.

Kl. 11.30: Kaffi Ilmur opnar útibú í Safnaðarheimilinu og býður upp á ilmandi kræsingar í Kirkjulistaviku. Opið frá kl. 11.30-17.00 sunnudag til laugardags.

Kl. 12.00: Opnun sýninga í Safnaðarheimilinu og kapellu. Joris Rademakerog Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýna verk sín. Aðgangur ókeypis.

Kl. 12.30: Davíðstónleikar í Safnaðarheimilinu. Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Kristján Eldjárn Hjartarson gítarleikari flytja lög við ljóð Davíðs Stefánssonar.

Kl. 17.00: Tónleikar í Akureyrarkirkju. Kammerkór Norðurlands og Sönghópurinn Hljómeyki flytja messu fyrir tvo kóra eftir Frank Martin ásamt fleiri verkum Stjórnendur:Marta Guðrún Halldórsdóttir og Guðmundur Óli Gunnarsson. Aðgangseyrir kr. 2000,-

Kl. 20.00: Æðruleysismessa í Dalvíkurkirkju. Reynslusaga, bænagjörð og blessun með olíu. Hjalti Jónsson sér um tónlistina. Prestarnir sr. Magnús G. Gunnarsson, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson og sr. Sunna Dóra Möller leiða stundina. Kaffisopi að samveru lokinni.