Ungleiðtogar í fræðslu

Í Akureyrar- og Glerárkirkju fær aðstoðarfólkið í barnastarfi að sitja námskeið með æskulýðsfulltrúum sínum. Þau fræðast um ýmsa hluti sem nýtast vel í starfinu. Í dag voru krakkarnir saman í Glerárkirkju að fræðast um hlutverk starfsfólksins í kirkjunni, lærðu um tákn kristinnar trúar og svo var rætt um 4 dygðir og þær tengdar við biblíusögur. Inn á milli var farið í leiki.  Næst munum við hittast í Akureyrarkirkju og halda fræðslu okkar áfram fyrir þessu frábæru ungmenni.  Þessi fræðsla er liður í að þjálfa upp leiðtoga í barna og unglingastarfi, jafnframt að leyfa krökkunum að hitta aðra sem sinna sama starfi og búa til góðan samstarfshóp. Í vor er á planinu að fara á Hólavatn og eyða helgi þar við leik og störf með krökkum að austan (af héraði) sem aðstoða í sínum kirkjum. Við erum mjög þakklát fyrir þessar krakka og ánægð með hjálpina sem þau veita inn í barnastarfið í kirkjunum báðum.