Ungbarnanudd+ fræðsla á foreldramorgni 11. mars

Verið velkomin í fræðslu hjá Dýrleifi Skjóldal, nuddara og leikskólakennara. 

Foreldramorgnar byrja alla fimmtudaga klukkan 10 og eru til 12. Þann 11. mars kemur Dilla til okkar með skemmtilega fræðslu og sýnikennslu um það hvernig best er að nudda litlu krílin. Hún kemur kl. 10:30 og verður í 1 klukkutíma hjá okkur. Á hlaðborði verða veitingar til sölu á 500 kr. 

Gott er að foreldrar skrái sig á facebook síðu foreldramorgna : Foreldramorgnar sameinaðir. Glerárkirkja, Akureyrarkirkja.

Vakin er athygli á því að nú eru foreldramorgnar alltaf haldnir í Glerárkirkju. 

Sjáumst, Sonja og Eydís.