Tvær guðsþjónustur á sunnudaginn

Sunnudaginn 12. febrúar verða tvær guðsþjónustur í Akureyrarkirkju. Sú fyrri kl. 11 og þar mun sr. Svavar A. Jónsson þjóna fyrir altari. Petra Björk Pálsdóttir og Arnór Vilbergsson, nemendur við orgeldeild Tónskóla Þjóðkirkjunnar, leika á orgel. Helga Valborg Pétursdóttir og Arnþór Björnsson lesa ritningarlestra. Kvöldguðsþjónusta verður svo kl. 20:30 þar sem Stúlknakór Akureyrarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir þjónar fyrir altari.