Tvær guðsþjónustur á sunnudag

Fyrsta sunnudag í aðventu, 28. nóvember, verða tvær guðsþjónustur í Akureyrarkirkju. Sú fyrri er fjölskylduguðsþjónusta, svokölluð "englamessa," klukkan 11, þar sem barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Um kvöldið verður svo æðruleysismessa með miklum almennum söng. Nýr sönghópur kemur þá fram í fyrsta sinn og flytur nokkur aðventulög. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og piparkökur í fundarsal Safnaðarheimilisins.<P>Fyrsta sunnudag í aðventu, 28. nóvember, verða tvær guðsþjónustur í Akureyrarkirkju. Sú fyrri er fjölskylduguðsþjónusta, svokölluð "englamessa," klukkan 11, þar sem barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar. Prestur er sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvött til að mæta og yngstu kirkjugestirnir mega mjög gjarnan koma með englamyndir. </P> <P>Um kvöldið verður svo æðruleysismessa með miklum almennum söng. Forsöngvarar verða Arna Valsdóttir og Inga Eydal og um undirleik sjá Eiríkur Bóasson og Stefán Ingólfsson. Prestar eru sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir og sr. Magnús G. Gunnarsson. Nýr sönghópur kemur fram í fyrsta sinn og flytur nokkur aðventulög. Eftir messu verður boðið upp á kaffi og piparkökur í fundarsal Safnaðarheimilisins.</P>