TTT í leik og starfi að hausti 2022

TTT krakkarnir skemmta sér vel á miðvikudögum milli klukkan 16:30-17:30 og sá klukkutími flýgur áfram á hraðferð!!! Við náum næstum aldrei að klára verkefnin okkar því það er bara svona gaman og mikið að spjalla og hlæja! Sem er dásamlegt. Oft gleymist þó að mynda í hita leiksins, en hér koma þó nokkrar. Úr rugl-þrauta-tímanum okkar og úr frjálsa tímanum okkar. 

Verkefni TTT eru margvísleg en etv aðeins þyngri en hjá Kirkjukrökkum og aðeins léttari en hjá Æfak. Við ræddum um einelti í síðasta tíma, og ekki vanþörf á í þjóðfélaginu í dag, þar sem eineltisfréttir koma frá mörgum skólum á landinu. Verkefnin eru semsagt bæði alvarlegs eðlis og/eða skemmtitímar. Hrekkjavakan + ball verður hér í næstu viku, en annars erum við mikið í leikjum, ratleikjum, feluleikjum, ætlum að hafa bíó bráðum og fara svo í jólastússið í desember. Engum ætti að leiðast í TTT og er velkomið fyrir nýja krakka að prófa og sjá hvað við erum að bralla. 

Hér má sjá fleiri myndir af hópnum.