Trúarlampann tendra þinn

Aðventan hófst 3. desember sl. og markar upphaf nýs kirkjuárs.  Orðið aðventa merkir koma.  Þá undirbúum við komu jólanna, fæðingarhátíð frelsarans.  Aðventa er jólafasta.  Á föstu er okkur ætlað að prófa okkur sjálf og íhuga hvað það er sem gefur lífinu gildi.  Litur aðventunnar er fjólublár sem táknar iðrun og yfirbót.  Kertin á aðventukransinum eru fjögur, eitt fyrir hvern sunnudag fram að jólum.  Fyrsta kertið heitir spádómakerti, annað Betlehemskertið, það þriðja hirðakerti og fjórða englakerti.  Aðventusálmarnir orða vel boðskap þessa tímabils í kirkjuárinu:

Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt,

þig, hjarta, prýð sem mest þú mátt,

og trúarlampann tendra þinn,

og til þín bjóð þú Jesú inn.

Sálmur 59 - Helgi Hálfdánarsson