Tónlistarmessa í Akureyrarkirkju

Árleg tónlistarmessa í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 27. janúar kl. 11.00, er að þessu sinni tileinkuð tónlist eftir Jórunni Viðar sem var eitt merkasta tónskáld Íslands á 20. öld. Jakobskór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Einsöngvarar eru þær Halla Ólöf Jónsdóttir og Helga Kolbeinsdóttir. Sr. Svavar Alfreð Jónsson þjónar fyrir altari og fjallar um tónskáldið, list hennar og líf.