Tónleikar í Akureyrarkirkju


Einn þekktasti menntaskólakór Bandaríkjanna sækir Ísland heim

Kór Cherry Creek Meistersingers frá Colorado í Bandaríkjunum mun heimsækja Ísland í næstu viku til að ferðast um landið og halda tónleika. Þessi menntaskólakór er hluti af fjölbreyttu tónlistarstarfi Cherry Creek High School sem hlaut Grammy verðlaun árið 2014 fyrir tónlistarstarf sitt. 

Þann 27. mars kl. 20.30 mun kórinn halda tónleika í Akureyrarkirkju ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Cherry Creek Meistersingers samanstendur af 40 söngvurum en stjórnandi þeirra er Sarah Harrison. Efnisskrá kórsins er fjölbreytt og samanstendur af bæði kirkjulegum og veraldlegum verkum.

Aðgangur er ókeypis.