Tónleikar í Akureyrarkirkju


Svissneski karlakórinn Männerstimmen Basel heldur tónleika í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 11. maí kl. 20.00.

Hnébuxur, axlabönd og flauelsjakkar, kórbúningur karlakórsins Männerstimmen Basel, er skemmtilega gamaldags, en á sama tíma í hressilegri mótsögn við lífleglega framkomu ungu mannanna í kórnum.
Kórmeðlimir eru á aldrinum 18-32 ára. Þeir hafa heillað tónleikagesti og dómnefndir í heimalandi sínu, Sviss, sem og í mörgum öðrum löndum með flutningi sínum.

Kórinn flytur afar fjölbreytta efnisskrá með kirkjulegri veraldlegri tónlist frá öllum tímabilum tónlistarsögunnar. Á hverju ári pantar kórinn nýtt tónverk frá þekktum tónskáldum. Efnisskrá tónleikanna er tvískipt. Annars vegar önduð kórtónlist þekktra tónskálda og svo tónlist frá Sviss, sem flutt er á öllum fjórum opinberum tungumálum landsins. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Nánari upplýsingar: http://maennerstimmen.ch/en/portrait/the-choir