Tónleikar í Akureyrarkirkju


Sunnudaginn 8. maí mun Kór Akureyrarkirkju slá upp tónleikum með Gunnari Gunnarssyni á píanó, Sigurði Flosasyni á saxafón og Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa. Stjórnandi verður Eyþór Ingi Jónsson.
Á efnisskránni verða í bland djassskotin lög Tómasar R. Einarssonar í kórútsetningum Gunnars Gunnarssonar og íðilfagrir sálmar Sigurðar Flosasonar við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 2.500 – posi á staðnum.