Tónleikar á menningarnótt.

Óskar og Björn Steinar á tónleikum í Akureyrarkirkju.Óskar og Björn Steinar á tónleikum í Akureyrarkirkju.<br><br>Óskar Pétursson, tenór og og Björn Steinar Sólbergsson, organisti verða með tónleika í Akureyrarkirkju kl. 17 n.k. laugardag og eru tónleikarnir liður í menningarnótt. Með þessum tónleikum vilja þeir Óskar og Björn Steinar þakka Akureyrarbæ og Akureyringum fyrir þann heiður að vera valdir bæjarlistamenn. Efnisskráin er tvíþætt. Í fyrri hlutanum verða flutt íslensk sönglög og í síðari hluta efnisskrárinnar verða kirkjuleg verk eftir; Björgvin Guðmundsson, Áskell Jónsson, Leon Boëlmann, Jessie S. Irvine, Gabriel Fauré og Georges Bizet. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Listasumars og Akureyrarkirkju. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og eru allir velkomnir. <br>