Tónleikar

Fimmtudaginn 11. október nk, ætla þeir Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson, ásamt gestaundirleikaranum, Birni Elvari Óskarssyni, að halda tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju.  Þetta verða fyrstu tónleikarnir af þrennum sem þeir félagar ætla að halda fram að jólum.  Á þessum tónleikum flytja þeir ástar- og saknaðarsöngva.  Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson prestur í Akureyrarkirkju flytur inngang og fjallar um mikilvægi söngva í gleði og söknuði.  Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangseyrir kr. 1.500,-