Tónleikar og messa á sunnudagsmorgni

Hinn magnaði bandaríski barnakór, Jacksonville Children's Chorus, mun halda tónleika í Akureyrarkirkju fyrir messu sunnudaginn 14. júlí, kl. 10.30, og syngja í messunni. Prestur í messunni verður sr. Jóhanna Gísladóttir og Petra Björk Pálsdóttir verður organisti. Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.