Tilmæli til safnaða vegna hertra sóttvarnarviðmiða

Kæru sóknarbörn, Biskup Íslands hefur nú sent tilmæli til safnaða landsins vegna hertra sóttvarnaviðmiða.

- Allt helgihald sem fyrirhugað var í október fellur niður. Engar messur, sunnudagaskóli eða kyrrðarstundir verða því í október.
- Kóræfingar hjá öllum kirkjukórum landsins falla sömuleiðis niður út mánuðinn.
- Barnastarf og fermingarfræðsla verður þó áfram samkvæmt áætlun enda börn undanskilin í reglum sóttvarnarlæknis. Farið verður eftir sóttvarnarreglum í þessu starfi.
- Hámarksfjöldi við útfarir eru 50 manns og í öðrum athöfnum 20 manns, í þeirri tölu er prestur og tónlistarfólk talið með.
- Hægt er að bóka sálgæslusamtal og aðra þjónustu presta með tölvupósti: svavar@akirkja.is fyrir Svavar Alfreð Jónsson og jon.ragnarsson@kirkjan.is fyrir Jón Ragnarsson, eða hringja í síma: 462-7700 milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga.

Við hvetjum ykkur til að hlúa vel hvort að öðru.